Um Perú


Perú er land í vesturhluta Suður-Ameríku, með landamæri að Ekvador og Kolumbíu í norðri, Brasilíu í austri, Bólivíu í suðaustri og suðri og Chile í suðri. Í vestri liggur landið að Kyrrahafinu.
Perú er 1.285.216 ferkílómetrar að stærð og í landinu búa um 28 milljónir manna. Höfuðborgin heitir Lima og í henni búa um 7 milljónir manna. Opinbert tungumál í Perú er spænska en sums staðar er líka töluð Quechua, sem  er tungumál Inkanna.
Perú var vagga Inkaveldisins þar til Francisco Pizarro lagði það undir Spán 1532 til 1536. Síðasti Inkaleiðtoginn, Túpac Amaru var þó ekki drepinn fyrr en 1572. Frekari upplýsingar má finna á: http://en.wikipedia.org/wiki/Peru


Borgin sem ég bý í heitir Trujillo. Trujillo er þriðja stærsta borgin í Perú með um 800.000 íbúa. Trujillo er líka höfuðborg La Libertad fylkisins. Frekari upplýsingar má finna á: http://en.wikipedia.org/wiki/Trujillo,_Peru

Þjóðfáni Perú

Kort af Perú